{"title":"Vitsmunaleg áskorun í stærðfræðikennslu á unglingastigi","authors":"J. Sigurjónsson, Berglind Gísladóttir","doi":"10.24270/tuuom.2020.29.8","DOIUrl":"https://doi.org/10.24270/tuuom.2020.29.8","url":null,"abstract":"Markmið þessarar myndbandsrannsóknar var að meta vitsmunalega áskorun í stærðfræðikennslu á unglingastigi. Alls voru 34 kennslustundir í stærðfræði í 8. bekk í 10 skólum teknar upp og greindar ásamt 144 viðfangsefnum sem lögð voru fyrir. Greining gagna leiddi í ljós að meirihluti viðfangsefna fól í sér að beita tilteknum reikniaðferðum við úrlausn þeirra. Jafnframt virtist kennurum reynast vandasamt að viðhalda kröfum um rökhugsun í kennslustundum. Þegar nemendur unnu hver fyrir sig eftir áætlun var algengt að í aðstoð við þá drægju kennarar úr áskorun viðfangsefna með því að spyrja eingöngu lokaðra spurninga, reikna fyrir nemendur eða segja þeim svarið. Niðurstöður sýndu þó einnig dæmi þess að við lausn viðfangsefna þyrfti að beita gagnrýninni og skapandi hugsun og kennarar hvettu til samvinnu og samtals. Í þeim tilvikum, þar sem vitsmunaleg áskorun var á háu stigi, unnu nemendur í sameiningu að viðfangsefnum.","PeriodicalId":40418,"journal":{"name":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","volume":" ","pages":""},"PeriodicalIF":0.2,"publicationDate":"2020-12-16","publicationTypes":"Journal Article","fieldsOfStudy":null,"isOpenAccess":false,"openAccessPdf":"","citationCount":null,"resultStr":null,"platform":"Semanticscholar","paperid":"48017606","PeriodicalName":null,"FirstCategoryId":null,"ListUrlMain":null,"RegionNum":0,"RegionCategory":"","ArticlePicture":[],"TitleCN":null,"AbstractTextCN":null,"PMCID":"","EPubDate":null,"PubModel":null,"JCR":null,"JCRName":null,"Score":null,"Total":0}
{"title":"Tengsl lestraráhugahvatar og lesskilnings nemenda á miðstigi grunnskóla","authors":"Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir, Freyja Birgisdóttir, Steinunn Gestsdóttir","doi":"10.24270/TUUOM.2018.27.9","DOIUrl":"https://doi.org/10.24270/TUUOM.2018.27.9","url":null,"abstract":"Rannsóknir sýna að lestraráhugahvöt hefur áhrif á ýmsar hliðar lestrarfærni, svo sem umskráningu, lesskilning og orðaforða. Börn með litla lestraráhugahvöt lesa minna en jafnaldrar með meiri lestraráhuga og sterk tengsl eru á milli slakrar lestraráhugahvatar, lítils lestrar og lestrarerfiðleika. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig lestraráhugahvöt birtist í 5. og 6. bekk meðal íslenskra nemenda, hvernig hún breytist milli ára og mögulegan kynjamun þar á. Einnig að kanna hvort um tengsl milli lestraráhugahvatar og lesskilnings sé að ræða. Þetta er fyrsta íslenska rannsóknin þar sem hlutverk lestraráhugahvatar í lesskilningi meðal nemenda á miðstigi grunnskóla er rannsakað. Þátttakendur í rannsókninni voru valdir með klasaúrtaki, 400 nemendur úr 24 bekkjum í átta skólum á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi sem svöruðu spurningalista um lestraráhugahvöt í 5. og 6. bekk. Svör þeirra voru svo tengd við gengi þeirra í lesskilningsverkefnum í 6. bekk. Niðurstöður sýndu að lestraráhugi nemendanna var nokkuð stöðugur milli ára og stúlkurnar höfðu að meðaltali meiri lestraráhuga og forðuðust lestur síður en drengir. Þá spáði lestraráhugahvöt í 5. bekk fyrir um framfarir í lesskilningi í 6. bekk. Með auknum skilningi á mikilvægi lestraráhugahvatar í læsisþróun er hægt að þróa leiðir til að auka áhuga með það að markmiði að auka lesskilning.","PeriodicalId":40418,"journal":{"name":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","volume":" ","pages":""},"PeriodicalIF":0.2,"publicationDate":"2018-12-21","publicationTypes":"Journal Article","fieldsOfStudy":null,"isOpenAccess":false,"openAccessPdf":"","citationCount":null,"resultStr":null,"platform":"Semanticscholar","paperid":"43362227","PeriodicalName":null,"FirstCategoryId":null,"ListUrlMain":null,"RegionNum":0,"RegionCategory":"","ArticlePicture":[],"TitleCN":null,"AbstractTextCN":null,"PMCID":"","EPubDate":null,"PubModel":null,"JCR":null,"JCRName":null,"Score":null,"Total":0}
S. R. Jónsdóttir, Hafdís Guðjónsdóttir, Karen Rut Gísladóttir
{"title":"Að vinna meistaraprófsverkefni í námssamfélagi nemenda og leiðbeinenda","authors":"S. R. Jónsdóttir, Hafdís Guðjónsdóttir, Karen Rut Gísladóttir","doi":"10.24270/TUUOM.2018.27.10","DOIUrl":"https://doi.org/10.24270/TUUOM.2018.27.10","url":null,"abstract":"Í greininni er fjallað um sameiginlega hópleiðsögn þriggja leiðbeinenda meistaranema. Tilgangur rannsóknarinnar var að sýna fram á gildi þess að búa til námssamfélag nemenda og kennara um vinnu að meistaraprófsverkefni. Markmið rannsóknarinnar var að auka skilning á vinnuferli nemenda í meistaraprófsverkefni og lýsa því hvernig við byggðum upp námssamfélag þeirra yfir sex ára tímabil. Við nýttum aðferðafræði starfstengdrar sjálfsrýni til að geta betur skilið ferli nemenda í meistaraprófsverkefninu og hvernig við unnum úr áskorunum. Rannsóknargögn eru skráð ígrundun, fundarupptökur og gögn um samskipti við nemendur. Fræðilegur rammi rannsóknarinnar er byggður á hugmyndum um tengsl fræða og kennarastarfs og um ígrundun í anda starfstengdrar sjálfsrýni. Enn fremur byggjum við á hugmyndum um námssamfélög og um nám sem ferðalag um landslag þekkingar. Niðurstöðurnar sýna að nemendur upplifa fundina sem námssamfélag sem veitir þeim stuðning, dregur úr einmanaleika og heldur þeim við efnið í meistaraprófsverkefninu. Ólíkir styrkleikar okkar leiðbeinendanna nýttust vel í samstarfinu og efldu sameiginlega getu okkar til að leiðbeina.","PeriodicalId":40418,"journal":{"name":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","volume":" ","pages":""},"PeriodicalIF":0.2,"publicationDate":"2018-12-21","publicationTypes":"Journal Article","fieldsOfStudy":null,"isOpenAccess":false,"openAccessPdf":"","citationCount":null,"resultStr":null,"platform":"Semanticscholar","paperid":"47884564","PeriodicalName":null,"FirstCategoryId":null,"ListUrlMain":null,"RegionNum":0,"RegionCategory":"","ArticlePicture":[],"TitleCN":null,"AbstractTextCN":null,"PMCID":"","EPubDate":null,"PubModel":null,"JCR":null,"JCRName":null,"Score":null,"Total":0}
{"title":"„Ég virðist alltaf falla á tíma“: Reynsla nemenda sem glíma við námsvanda í Háskóla íslands","authors":"Sigrún Harðardóttir, Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir","doi":"10.24270/TUUOM.2018.27.8","DOIUrl":"https://doi.org/10.24270/TUUOM.2018.27.8","url":null,"abstract":"Háskólar þurfa að bregðast við aukinni fjölbreytni í hópi nemenda með því að mæta ólíkum þörfum þeirra. Í greininni eru kynntar niðurstöður rannsóknar á upplifun og reynslu nemenda sem stunda nám við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu nemenda sem glíma við námsvanda. Leitað var svara við eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvað styður og hvað hindrar nemendur í HÍ sem glíma við námsvanda í að takast á við nám sitt? Tekin voru þrjú einstaklingsviðtöl og rýnihópsviðtal við sex nemendur í BA-námi við félagsráðgjafardeild. Niðurstöður sýna að viðmælendur voru ánægðir með ýmsa þætti í skipulagi námsins og fannst skilningur kennara á stöðu þeirra vera góður en töldu þó að í kennsluháttum væru ýmsar hindranir sem gerðu þeim erfitt fyrir. Þær hindranir felist meðal annars í erfiðleikum við aðlögun að háskólasamfélaginu, álagi í námi sem veldur streitu og kvíða og því að of lítið tillit sé tekið til námsvanda þeirra. Slík innsýn í viðhorf nemenda sem glíma við námsvanda getur gagnast kennurum við að taka tillit til fjölbreytileikans í nemendahópnum og stuðlað þannig að bættri sálfélagslegri líðan nemenda, sem aftur hjálpar þeim við námið. Auk þess sýna niðurstöður að aukin áhersla á kennslu í fræðilegum vinnubrögðum ásamt virkri endurgjöf í námi getur hjálpað nemendum með námsvanda.","PeriodicalId":40418,"journal":{"name":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","volume":" ","pages":""},"PeriodicalIF":0.2,"publicationDate":"2018-12-21","publicationTypes":"Journal Article","fieldsOfStudy":null,"isOpenAccess":false,"openAccessPdf":"","citationCount":null,"resultStr":null,"platform":"Semanticscholar","paperid":"43784730","PeriodicalName":null,"FirstCategoryId":null,"ListUrlMain":null,"RegionNum":0,"RegionCategory":"","ArticlePicture":[],"TitleCN":null,"AbstractTextCN":null,"PMCID":"","EPubDate":null,"PubModel":null,"JCR":null,"JCRName":null,"Score":null,"Total":0}
{"title":"Grunnskólastjórar á öndverðri 21. öld: Hlutverk og gildi","authors":"Börkur Hansen, S. H. Lárusdóttir","doi":"10.24270/TUUOM.2018.27.6","DOIUrl":"https://doi.org/10.24270/TUUOM.2018.27.6","url":null,"abstract":"Nútímakenningar um skólastjórnun beina kastljósinu m.a. að sýn skólastjóra á hlutverk sitt, þeim gildum sem hafa áhrif á starfshætti þeirra (Begley, 2004; Branson, 2005) og hvernig þeir forgangsraða verkefnum sínum. Á síðasta aldarfjórðungi hafa höfundar þessarar greinar rannsakað viðhorf skólastjóra í grunnskólum með spurningalistakönnunum, þ.e. 1991, 2001 og 2006 (Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson og Steinunn Helga Lárusdóttir, 2008). Hér er greint frá rannsókn á störfum skólastjóra sem gerð var 2017. Sjónum er beint að þeim gildum sem þeir segjast leggja mesta áherslu á og hvernig þeir forgangsraða helstu verkefnum sínum. Gögnum var safnað með spurningalista sem sendur var til allra skólastjóra í grunnskólum landsins vorið 2017. Dregin er upp mynd af aðstæðum í skólunum, þ.e. skólagerð, skólastærð og kennslufyrirkomulagi, og afstaða skólastjóra til mikilvægra gilda sem tengjast skólastarfi er könnuð. Einnig var athugað hvernig þeir forgangsraða verkefnum, svo sem vinnu við námskrárgerð, samskiptum við starfsfólk, nemendur o.fl. sem tengist störfum þeirra. Niðurstöður benda til þess að nokkurs ósamræmis gæti milli yfirlýstra gilda skólastjóra og raunverulegra. Greininni lýkur með samanburði við fyrri rannsóknir höfunda á forgangsröðun viðfangsefna skólastjóra og umræðum um gildi niðurstaðnanna.","PeriodicalId":40418,"journal":{"name":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","volume":" ","pages":""},"PeriodicalIF":0.2,"publicationDate":"2018-12-21","publicationTypes":"Journal Article","fieldsOfStudy":null,"isOpenAccess":false,"openAccessPdf":"","citationCount":null,"resultStr":null,"platform":"Semanticscholar","paperid":"44688396","PeriodicalName":null,"FirstCategoryId":null,"ListUrlMain":null,"RegionNum":0,"RegionCategory":"","ArticlePicture":[],"TitleCN":null,"AbstractTextCN":null,"PMCID":"","EPubDate":null,"PubModel":null,"JCR":null,"JCRName":null,"Score":null,"Total":0}
Hildur Hauksdóttir, M. Steingrímsdóttir, Birna María B. Svanbjörnsdóttir
{"title":"Mótun starfskenningar nýrra framhaldsskólakennara: Hvaða þættir ráða för?","authors":"Hildur Hauksdóttir, M. Steingrímsdóttir, Birna María B. Svanbjörnsdóttir","doi":"10.24270/TUUOM.2018.27.7","DOIUrl":"https://doi.org/10.24270/TUUOM.2018.27.7","url":null,"abstract":"Fyrstu tvö árin í starfi hafa mikilvæg áhrif á fagmennsku kennara. Í greininni er sjónum beint að mótun starfskenningar nýrra framhaldsskólakennara til að skilja betur hvaða þættir ráða þar för. Rannsóknin er byggð á eigindlegum gögnum.1 Í ársbyrjun 2016 voru tekin viðtöl við átta nýliða í framhaldsskólum. Niðurstöður benda til þess að nýir kennarar átti sig á því að starfskenning þeirra er í stöðugri þróun. Nokkrir þættir virðast vega þyngra en aðrir í því ferli. Þar má nefna samskipti við nemendur, áhrif leiðsagnar og skólamenningu viðkomandi skóla. Leiðsögn fyrir nýliða er víða ómarkviss og skólamenning framhaldsskólanna veitir ekki nægan stuðning. Engu að síður virðast nýliðar þróa með sér seiglu sem er mikilvægur þáttur í starfskenningu.","PeriodicalId":40418,"journal":{"name":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","volume":" ","pages":""},"PeriodicalIF":0.2,"publicationDate":"2018-12-21","publicationTypes":"Journal Article","fieldsOfStudy":null,"isOpenAccess":false,"openAccessPdf":"","citationCount":null,"resultStr":null,"platform":"Semanticscholar","paperid":"49530237","PeriodicalName":null,"FirstCategoryId":null,"ListUrlMain":null,"RegionNum":0,"RegionCategory":"","ArticlePicture":[],"TitleCN":null,"AbstractTextCN":null,"PMCID":"","EPubDate":null,"PubModel":null,"JCR":null,"JCRName":null,"Score":null,"Total":0}
{"title":"Frá útilokun til valkvæðrar þátttöku: Feður í uppeldisritum 1846–2010","authors":"Ingólfur V. Gíslason","doi":"10.24270/tuuom.2018.27.2","DOIUrl":"https://doi.org/10.24270/tuuom.2018.27.2","url":null,"abstract":"Hugmyndir um föður- og móðurhlutverkið skipta meginmáli fyrir stöðu og möguleika karla og kvenna. Samfélagslegir þættir þeirra hlutverka eru breytingum háðir og hvíla meðal annars á þeim félagslegu römmum sem konum og körlum eru settir og samfélagslegri orðræðu. Í þessari grein er fjallað um það hvernig föðurhlutverkið birtist í bókum og bæklingum sem út komu á Íslandi frá 1846 til 2010 og fjalla um meðgöngu, fæðingu og umönnun ungbarna. Þrjú megintímabil birtast, sem einkennast af fjarveru föður, aðstoðarmannsstöðu hans og loks virkri þátttöku í ferlinu. Jafnframt má sjá að faðirinn er þó aldrei jafngildur umönnunaraðili, hann er á hliðarlínunni en móðirin er hið sjálfgefna foreldri.","PeriodicalId":40418,"journal":{"name":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","volume":" ","pages":""},"PeriodicalIF":0.2,"publicationDate":"2018-06-13","publicationTypes":"Journal Article","fieldsOfStudy":null,"isOpenAccess":false,"openAccessPdf":"","citationCount":null,"resultStr":null,"platform":"Semanticscholar","paperid":"45162804","PeriodicalName":null,"FirstCategoryId":null,"ListUrlMain":null,"RegionNum":0,"RegionCategory":"","ArticlePicture":[],"TitleCN":null,"AbstractTextCN":null,"PMCID":"","EPubDate":null,"PubModel":null,"JCR":null,"JCRName":null,"Score":null,"Total":0}
{"title":"Kynferðiseinelti og mótun kvenleikans í íslenskri skólamenningu","authors":"Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir, Gyða Margrét Pétursdóttir","doi":"10.24270/TUUOM.2018.27.3","DOIUrl":"https://doi.org/10.24270/TUUOM.2018.27.3","url":null,"abstract":"Kynferðiseinelti er einelti sem beinist að kynferði þess sem fyrir því verður, undir þeim formerkjum að viðkomandi sýni ekki viðtekinn kvenleika eða karlmennsku. Einelti af þessu tagi hefur lítið verið skoðað með fræðilegum hætti hérlendis. Í greininni er fjallað um kynferðiseinelti og upplifun ungmenna sem hafa af því reynslu. Eigindlegum rannsóknaraðferðum var beitt en gagnasöfnun fór fram í formi hálfstaðlaðra einstaklingsviðtala. Tekin voru viðtöl við níu ungmenni sem upplifað höfðu kynferðiseinelti á skólagöngu sinni í grunn- og framhaldsskólum. Niðurstöðurnar benda til þess að kynjamisrétti meðal unglinga sé yfirleitt hunsað í skólamenningu þeirra skóla sem um ræðir og að síður sé tekið á því einelti sem beinist að kynferði brotaþola en öðru einelti. Kynferðisleg áreitni og druslustimplun eru meðal birtingarmynda kynferðiseineltis og virðast eiga þátt í mótun kvenleikans. Niðurstöðurnar benda enn fremur til þess að nauðsynlegt sé að vinna með skólamenninguna í heild til þess að hægt sé að taka á og fyrirbyggja kynferðiseinelti.","PeriodicalId":40418,"journal":{"name":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","volume":"1 1","pages":""},"PeriodicalIF":0.2,"publicationDate":"2018-06-13","publicationTypes":"Journal Article","fieldsOfStudy":null,"isOpenAccess":false,"openAccessPdf":"","citationCount":null,"resultStr":null,"platform":"Semanticscholar","paperid":"41849080","PeriodicalName":null,"FirstCategoryId":null,"ListUrlMain":null,"RegionNum":0,"RegionCategory":"","ArticlePicture":[],"TitleCN":null,"AbstractTextCN":null,"PMCID":"","EPubDate":null,"PubModel":null,"JCR":null,"JCRName":null,"Score":null,"Total":0}
{"title":"Upprifjunaráfangar framhaldsskóla í stærðfræði: Skapandi og krefjandi vinna eða stagl?","authors":"J. Sigurjónsson, Jónína Vala Kristinsdóttir","doi":"10.24270/TUUOM.2018.27.4","DOIUrl":"https://doi.org/10.24270/TUUOM.2018.27.4","url":null,"abstract":"Í greininni eru könnuð viðhorf framhaldsskólakennara til viðfangsefna er lúta að gagnrýninni og skapandi hugsun í upprifjunaráföngum í stærðfræði. Byggt er á viðtalsrannsókn þar sem fimm kennarar úr þremur framhaldsskólum tóku þátt. Tekin voru viðtöl bæði áður en og eftir að kennararnir lögðu verkefni fyrir nemendur í upprifjunaráföngum, þar sem beita þurfti gagnrýninni og skapandi hugsun við lausnaleit. Kennsluáætlanir áfanga voru einnig greindar. Niðurstöðurnar benda til þess að viðhorf kennaranna til slíkra viðfangsefna séu almennt jákvæð. Tillögur komu fram um það hvernig slíkt efni mætti tvinna við annars konar verkefni en skiptar skoðanir voru um sýnidæmi og lausnir í stærðfræðinámi. Í aðalnámskrá framhaldsskóla er lögð áhersla á að nemendur öðlist hæfni í stærðfræðilegri hugsun og röksemdafærslu. Vísbendingar eru um að skortur sé á viðfangsefnum í stærðfræðinámsefni fyrir nemendur í upprifjunaráföngum framhaldsskóla sem reyna á þá hæfni.","PeriodicalId":40418,"journal":{"name":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","volume":" ","pages":""},"PeriodicalIF":0.2,"publicationDate":"2018-06-13","publicationTypes":"Journal Article","fieldsOfStudy":null,"isOpenAccess":false,"openAccessPdf":"","citationCount":null,"resultStr":null,"platform":"Semanticscholar","paperid":"42282437","PeriodicalName":null,"FirstCategoryId":null,"ListUrlMain":null,"RegionNum":0,"RegionCategory":"","ArticlePicture":[],"TitleCN":null,"AbstractTextCN":null,"PMCID":"","EPubDate":null,"PubModel":null,"JCR":null,"JCRName":null,"Score":null,"Total":0}
Soffía Valdimarsdóttir, Sif Einarsdóttir, Hrafnhildur V. Kjartansdóttir
{"title":"„Maður er bara sinn eigin skapari“: Staðbundin starfstengd sjálfsmynd íslenskra ungmenna í hnattvæddum heimi","authors":"Soffía Valdimarsdóttir, Sif Einarsdóttir, Hrafnhildur V. Kjartansdóttir","doi":"10.24270/TUUOM.2018.27.5","DOIUrl":"https://doi.org/10.24270/TUUOM.2018.27.5","url":null,"abstract":"Markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun íslenskra ungmenna af mótun eigin náms- og starfsferils í hnattvæddum heimi í því skyni að öðlast innsýn í starfstengda sjálfsmynd þeirra. Frásagnarnálgun McAdams (2015) var beitt þegar tekin voru viðtöl við sex 22 ára ungmenni. Niðurstöður sýna að marg- og síbreytileiki vinnumarkaðar, minna starfsöryggi og hverfult efnahagsástand veldur þátttakendum óvissu og óöryggi sem flækir starfsferilsþróun þeirra. Heimssýn þeirra er hnattræn en staðbundin menning er þó ríkjandi í starfstengdri sjálfssögu þeirra. Sagan byggist á hefðbundnum gildum fjölskyldu og nærsamfélags sem birtast í frásögnum af eigin vinnusemi, stundvísi, samskiptahæfni og mikilvægi tengslanets. Niðurstöðunum er ætlað að auka skilning á starfstengdri sjálfsmynd ungs fólks og áskorunum við mótun náms- og starfsferils í hnattvæddum heimi.","PeriodicalId":40418,"journal":{"name":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","volume":" ","pages":""},"PeriodicalIF":0.2,"publicationDate":"2018-06-13","publicationTypes":"Journal Article","fieldsOfStudy":null,"isOpenAccess":false,"openAccessPdf":"","citationCount":null,"resultStr":null,"platform":"Semanticscholar","paperid":"45099163","PeriodicalName":null,"FirstCategoryId":null,"ListUrlMain":null,"RegionNum":0,"RegionCategory":"","ArticlePicture":[],"TitleCN":null,"AbstractTextCN":null,"PMCID":"","EPubDate":null,"PubModel":null,"JCR":null,"JCRName":null,"Score":null,"Total":0}