{"title":"„Allt sem ég þrái“: Menntun og skólaganga barna sem leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi","authors":"Helga Guðmundsdóttir, Geir Gunnlaugsson, Jónína Einarsdóttir","doi":"10.24270/TUUOM.2018.27.1","DOIUrl":"https://doi.org/10.24270/TUUOM.2018.27.1","url":null,"abstract":"Börn sem leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi eiga rétt á skólagöngu og viðeigandi menntun eins og önnur börn. Engu að síður hefur hvorki verið samræmd né skýr stefna um það hvernig menntun barna í þessari stöðu skuli háttað hér á landi. Markmið rannsóknarinnar er að lýsa og greina upplifun og reynslu barna og foreldra sem leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi af menntun og skólagöngu hérlendis. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við 12 börn og foreldra þeirra síðla árs 2015. Niðurstöðurnar sýna að skólaganga, menntun og félagsleg samskipti hafa jákvæð áhrif á sálfélagslega vellíðan barnanna, til dæmis töldu foreldrarnir sem rætt var við að skólaganga, menntun og félagsleg samskipti hefðu dregið úr leiða, áhyggjum og aðgerðaleysi barnanna. Mikilvægt er að kennarar séu vakandi fyrir sérstökum þörfum barna með flóttabakgrunn og að þeir fái viðeigandi fræðslu og stuðning til þess að koma til móts við þær.","PeriodicalId":40418,"journal":{"name":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","volume":" ","pages":""},"PeriodicalIF":0.2,"publicationDate":"2018-06-13","publicationTypes":"Journal Article","fieldsOfStudy":null,"isOpenAccess":false,"openAccessPdf":"","citationCount":null,"resultStr":null,"platform":"Semanticscholar","paperid":"49219094","PeriodicalName":null,"FirstCategoryId":null,"ListUrlMain":null,"RegionNum":0,"RegionCategory":"","ArticlePicture":[],"TitleCN":null,"AbstractTextCN":null,"PMCID":"","EPubDate":null,"PubModel":null,"JCR":null,"JCRName":null,"Score":null,"Total":0}