{"title":"Innlegg til að marka stefnu fyrir íslenska heilbrigðiskerfið með því að skoða greiðsluvilja, upplifun og væntingar almennings","authors":"Þórður Víkingur Friðgeirsson, Helgi Þór Ingason, Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir, Jakob Falur Garðarsson","doi":"10.33112/ije.28.1","DOIUrl":null,"url":null,"abstract":"Í lýðræðisríkjum ætti stefnumótun opinberra skipuheilda að felast í að raungera vilja almennings á\nskilvirkan og hagkvæman hátt. Skýr stefnumörkun skiptir ekki síst máli við þróun velferðarríkisins og\nhvað þetta varðar er við margvíslegar áskoranir að glíma á næstu árum. Þetta á líka við um íslenska\nheilbrigðiskerfið, en til þess rennur stór hluti allra opinberra útgjalda íslenska ríkisins. Við\nstefnumörkun og stjórnsýslulega áætlanagerð þarf að taka mið af vilja almennings sem greiðir fyrir\nþjónustuna og þekkja verður hug fólksins til hennar. Þessi rannsókn, sem gerð var stuttu fyrir\nCOVID-19 heimsfaraldurinn, sýnir að þó að íslenskur almenningur sé nokkuð ánægður með íslenska\nheilbrigðiskerfið þá telur hann að það þurfi að bæta það að ýmsu leyti, og metur það svo að íslenska\nkerfið standi sambærilegum kerfum á Norðurlöndunum að baki. Rannsóknin er megindleg og byggir\ná stóru slemiúrtaki úr þjóðskrá og niðurstöður hennar eru lýsandi fyrir skoðanir almennings. Fram\nkoma afdráttarlausar niðurstöður um greiðsluvilja almennings til heilbrigðiskerfisins. Íslenskur\nalmenningur telur að of litlum fjármunum sé varið til heilbrigðismála og fram koma upplýsingar um\nhvað almenningur telur að megi verja af fjármunum í tiltekin meðferðarúrræði, að gefnum líkum á\nbata sjúklings.","PeriodicalId":280722,"journal":{"name":"Icelandic Journal of Engineering","volume":"24 1","pages":"0"},"PeriodicalIF":0.0000,"publicationDate":"1900-01-01","publicationTypes":"Journal Article","fieldsOfStudy":null,"isOpenAccess":false,"openAccessPdf":"","citationCount":"0","resultStr":null,"platform":"Semanticscholar","paperid":null,"PeriodicalName":"Icelandic Journal of Engineering","FirstCategoryId":"1085","ListUrlMain":"https://doi.org/10.33112/ije.28.1","RegionNum":0,"RegionCategory":null,"ArticlePicture":[],"TitleCN":null,"AbstractTextCN":null,"PMCID":null,"EPubDate":"","PubModel":"","JCR":"","JCRName":"","Score":null,"Total":0}
引用次数: 0
Abstract
Í lýðræðisríkjum ætti stefnumótun opinberra skipuheilda að felast í að raungera vilja almennings á
skilvirkan og hagkvæman hátt. Skýr stefnumörkun skiptir ekki síst máli við þróun velferðarríkisins og
hvað þetta varðar er við margvíslegar áskoranir að glíma á næstu árum. Þetta á líka við um íslenska
heilbrigðiskerfið, en til þess rennur stór hluti allra opinberra útgjalda íslenska ríkisins. Við
stefnumörkun og stjórnsýslulega áætlanagerð þarf að taka mið af vilja almennings sem greiðir fyrir
þjónustuna og þekkja verður hug fólksins til hennar. Þessi rannsókn, sem gerð var stuttu fyrir
COVID-19 heimsfaraldurinn, sýnir að þó að íslenskur almenningur sé nokkuð ánægður með íslenska
heilbrigðiskerfið þá telur hann að það þurfi að bæta það að ýmsu leyti, og metur það svo að íslenska
kerfið standi sambærilegum kerfum á Norðurlöndunum að baki. Rannsóknin er megindleg og byggir
á stóru slemiúrtaki úr þjóðskrá og niðurstöður hennar eru lýsandi fyrir skoðanir almennings. Fram
koma afdráttarlausar niðurstöður um greiðsluvilja almennings til heilbrigðiskerfisins. Íslenskur
almenningur telur að of litlum fjármunum sé varið til heilbrigðismála og fram koma upplýsingar um
hvað almenningur telur að megi verja af fjármunum í tiltekin meðferðarúrræði, að gefnum líkum á
bata sjúklings.